Færslur: 2021 Júní

30.06.2021 00:35

Sturla Halldórsson IS

                               2642 Sturla Halldórsson á Skutulsfirði i vikunni mynd þorgeir Baldursson 

27.06.2021 23:07

Djúpavik á Ströndum

                                 Djúpavik á Ströndum  mynd þorgeir Baldursson 26 júní 2021

25.06.2021 07:41

Skipin skima eftir makríl

                Börkur og Beitir á siglingu við Nípuna þann 3 júni 2021 mynd þorgeir Baldursson 
 
 

Miklu kaldari sjór er innan íslensku lögsögunnar en var á sama tíma í fyrra, sem er talin ástæða þess að makríllinn hefur ekki fundist enn.

Beitir NK, Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA héldu síðastliðna nótt til makrílleitar.

Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá og sló á þráðinn til Tómasar Kárasonar, skipstjóra á Beiti, í morgun og spurði tíðinda.

„Það er heldur lítið að frétta ennþá. Við byrjuðum að fara út fyrir kantinn við Litladýpi og erum nú að fylgja hitaskilum suður eftir. Hér er dálítið síldarlíf en annars ósköp lítið að sjá. Börkur byrjaði leit út við Berufjarðarálshorn og Vilhelm á Papagrunni en er nú að leita í Rósagarðinum. Hoffell er síðan að leita dálítið norðar. Ísleifur mun hafa kastað suður af landinu í gær með litlum árangri og Grandaskipin, Venus og Víkingur, eru að koma að vestan. Fleiri eiga síðan eftir að bætast í hópinn. Mér finnst líkur benda til að það verði að fara töluvert sunnar til að finna eitthvað því það vorar seint í hafinu og sjórinn er mun kaldari við landið en til dæmis í fyrra. Í fyrra byrjuðum við að veiða á eftir sumum öðrum skipum vegna þess að við vorum í slipp. Þá köstuðum við fyrst 9. júlí á Þórsbankanum og þá var þar töluvert að sjá, bæði síld og makríll. Það hefur sem sagt enginn rekist á neitt sem orð er á gerandi hingað til en færeysku makrílskipin virðast vera að veiðum norður af Færeyjum. Ég hef trú á því að hitastigið í sjónum geri það að verkum að makríllinn komi hingað tiltölulega seint en ég held að hann skili sér,“ segir Tómas.

Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að þar sé allt tilbúið til að taka á móti makríl.

24.06.2021 22:37

Árni Friðriksson kortleggur 17 þúsund ferkílómetra

 

                  2350 Árni Friðriksson RE 200 Mynd þorgeir Baldursson        
 

Árni Friðriks­son, rann­sókna­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hélt af stað í kort­lagn­ingu hafs­botns­ins í gær og mun leiðang­ur­inn standa til 1. júlí. Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar að ætl­un­in er í þess­um leiðangri að kort­leggja 17 þúsund fer­kíló­metra svæði út við mörk efna­hagslög­sögu Íslands.

„Svæðið af­mark­ast af mæl­ing­um frá ár­inu 2018 í aust­ur og Reykja­nes­hrygg í vest­ur. Hafs­botn­inn er á um 1.300 – 2.200 metra dýpi. Í ein­fald­asta máli ræðst lög­un hans að miklu leyti af ná­lægð við rek­beltið þar sem ný skorpa mynd­ast á hryggn­um, kóln­ar og sekk­ur eft­ir því sem Evr­asíuflek­inn rek­ur í aust­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þessi hluti af Reykja­nes­hrygg (merkt með gráu á kort­inu) var síðast mæld­ur árið 1994 í Char­les Darw­in leiðangr­in­um. Þá var beitt fjöl­geislamæli af teg­und­inni EM12.

Yfirlit fjölgeislamælinga Hafrannsóknastofnunar árin 2000 til 2020

Yf­ir­lit fjöl­geislamæl­inga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar árin 2000 til 2020 Kort/?Haf­rann­sókna­stofn­un

24.06.2021 22:29

Grimsi Nýr fiskeldisbátur á Bildudal

                   3005 Grimsi BA  nýr fiskeldisbátur i þorlákshöfn i dag 24 júni mynd þorgeir Baldursson 

            3005 Grimsi Ba og 7219 Dagný ÁR 9 I Þorlákshöfn i dag 24 júni mynd þorgeir Baldursson 

22.06.2021 05:48

Dalarafn Ve 508

                 2758 Dala-Rafn Ve 508 á togi á Austfjarðamiðum i gærmorgun 21 júni mynd þorgeir Baldursson 

22.06.2021 05:39

Farsæll, Sigurborg og Drangey komin í sumarfrí

                                        2893 Drangey  Sk 2 á Veiðum mynd þorgeir Baldursson 

Þrjú skip Fisk Sea­food komu til hafn­ar í síðasta sinn fyr­ir sum­arstopp í dag, að því er fram kem­ur á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Far­sæll SH-30 og Sig­ur­borg SH-12 komu til lönd­un­ar á Grund­arf­irði. Nam heild­arafli Far­sæls 66 tonn­um, þar af 37 tonn af ýsu.

Þá nam heild­arafli Sig­ur­borg­ar 60 tonn­um sem skipt­ist í ýsu, þorsk, karfa og ufsa.

Drang­ey SK-2 kom til hafn­ar á Sauðár­króki og var landað rúm­um 200 tonn­um úr skip­inu.

Þar af voru 80 tonn af ýsu og 65 tonn af þorski. Afl­inn fékkst á Deilda­grunni og Hal­an­um.

 

20.06.2021 17:52

Síldarvinnslunnan og skip á Neskaupstað

                                                     Frystihús Síldarvinnslunnar í Neskaupstað fv BeitirNk 123  Börkur2 Nk  Blængur Nk 125 og  Nýji  Börkur Nk  122mynd Þorgeir Baldursson 

19.06.2021 12:08

fyrsta skemmtiferðaskipið til Akureyrar í dag

                             Skemmtiferðaskip á Akureyri  mynd þorgeir Baldursson 

17.06.2021 12:21

Niðurrif isl skipa Gent í Belgíu

það hefur færst í aukana að gömul íslensk skip 

fari þangað í niður eftir að þeirra hlutverki líkursem fiskiskipum og hefur skipaþjónustu Íslands

farið með Eldborgina og Marz Re  síðan fór Haltnen Bank 11EX Árbakur EA 308 ásamt öðrum

skipum Meðal annars Súlan EA 300 og Sigurður Ve15

    1585 Marz Re 34 mynd Jói Sig 2021

                         Eldborg Ek oo14 í Cent mynd Jói Sig 2021

17.06.2021 11:06

systurskipin i Neskaupstað í gær

       Systurskipin Börkur Nk 122 og Vilhelm þorsteinsson EA 11 á Neskaupstað í gær

mynd Guðlaugur Björn Birgisson  og kann ég honum bestu þakkir Fyrir afnotin 

og þetta er í fyrsta sinn sem að skipin hafa verið að saman á Íslandi 

08.06.2021 21:39

Sigurður Ve15 í flotkvinni á Akureyri

             sigurður Ve 15 í flotkvinni á Akureyri mynd Þorgeir Baldursson 6 júní 2021

08.06.2021 19:47

Hálfan Bank 11 í pottinn alræmda í Belgíu

senn kemur að endalokum í vikunni kom Haltnen Bank 11

ex 2154 Árbakur EA 308 til Cent í Belgíu þar sem skipið verður rifið

               Haltnen Bank 11EX Árbakur EA 308 í Cent  mynd Jón sig 7júni 2021

                  Haltnen Bank 11EX Á árvakur Ea308 mynd Jói Sig

                  Haltnen Bank 11EX Árbakur EA 308 mynd Jói Sig 2021

06.06.2021 01:05

Sjómenn til hamingju með daginn

                                                                                           2983 Börkur Nk 122 siglir meðfram Nipunni i Neskaupstað á leið til heimahafnar i fyrsta sinn  Mynd þorgeir Baldursson 3 júni 2021

 

05.06.2021 01:09

Á höttunum eftir loðnu fyrir norðan

                  Birkir Bárðarsson og Hafþór Jónsson um borð i Gefjuni EA510 mynd þorgeir Baldursson

                                             2836 Gefjun EA510 (EX Blossi IS ) Mynd þorgeir Baldursson 

Undanfarnar vikur hefur Hafrannsóknastofnun svipast um eftir loðnu á grunnslóð í Eyjafirði, Skjálfanda og víðar fyrir norðan land. Ekkert afgerandi magn hefur sést.

„Við höfum verið að sverma fyrir þessari síðbúnu göngu af loðnu,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun. Hann hefur undanfarnar vikur farið í nokkra rannsóknaleiðangra fyrir norðan land þar sem loðnu hefur verið leitað, einkum í Eyjafirði og á Skjálfanda.

„Við erum nefnilega alltaf að fá fréttir af loðnu sem er að hrygna fyrir norðan. Við viljum sjá hvort það er kynþroska loðna þarna og hvenær hún er á ferðinni og reyna að átta okkur á í hve miklu magni.“

Birkir hefur verið á bátnum Gefjun EA sem Hafþór Jónsson gerir út og reiknar með að fara líklega nokkrar ferðir til viðbótar í sumar, að minnsta kosti á meðan loðnan lætur eitthvað sjá sig.

Fylgja eftir fréttum

„Þetta byggist svolítið á því að vera í sambandi við menn og fá fréttir. Við höfum verið að fylgja eftir fréttum þar sem menn hafa orðið varir við loðnu, og loðna hefur verið í mögum á fiski. Ég hef skoðað þá loðnu en við höfum á þessum svæðum ekki séð neitt afgerandi magn í mælingunum.“

Til magnmælinga er notast við bergmálsmæla sem hægt er að kvarða og samhliða því er safnað í háfa sem dregnir eru af bátnum.

„Svo erum við líka með myndavélar sem við setjum niður, bæði til að geta greint fisk sem er í torfum sem við sjáum á mælunum, og svo höfum við líka verið að setja myndavélarnar niður á botn á líklegum hrygningarsvæðum til að geta séð hvort loðna hafi hrygnt þar nýlega. Þá ættum við að sjá eggin á botninum. Þó að við hittum kannski ekki á hana getum við skyggnst svolítið aftur í timann, sjá hvort hún hafi verið þarna að hrygna.“

Fylgst með hvölum

Því til viðbótar hefur verið fylgst með hvölum, og sérstaklega þá hnúfubökum.

„Þeir fylgja oft loðnugöngum. Þegar við höfum orðið varir við þá inni á fjörðum þá höfum við reynt að taka sýni úr þeim og jafnvel setja gervihnattarmerki í þá. Við tökum húðsýni úr þeim sem gefa okkur vísbendingu um hvað þeir hafa verið að éta síðustu daga og viku, og þá getum við séð merki um það ef þeir hafa mikið verið að éta loðnu. Svo er líka áhugavert ef við náum að setja merki í þá að fylgjast með því hvar þeir halda sig, ef þeir geta bent okkur á líkleg svæði.“

Birkir segir þessar rannsóknir vera nýjung hjá stofnuninni. Sérstakur viðbótarstyrkur frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu gerði þær möguleikar og Birkir segir ástæðu til að hrósa ráðuneytinu fyrir „að hafa haft innsæi í að styrkja svona verkefni sem snýr ekki beint að stofnmati fyrir ráðgjöf heldur að við erum að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Þetta er í rauninni eitthvað sem við þyrftum að gera meira af, en okkur bara skortir fjármagn til.“

Heimild Fiskifrettir.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is